Sterkara 4G á Norðurlandi
Nú næst enn betra samband á Norðurlandi eftir uppfærslur á farsímakerfinu. Við bætast sex nýjar 4G stöðvar en þær eru á Hálsi í Eyjafirði, Hrísey, Bakka við Húsavík, Biskupaöxl við Jökulsá á Fjöllum, Námaskarði og Skútustöðum við Mývatn. Stöðvarnar styðja allt að 100 Mbit í niðurhalshraða og eru á 900 Mhz.