Amazon Prime Video opnar á Íslandi
Amazon opnaði í dag efnisveitu sína Amazon Prime Video í yfir 200 löndum (þar á meðal Íslandi!) en á henni er að finna stórt magn kvikmynda og sjónvarpsþátta. Líkt og á Netflix er hægt að streyma efninu eins oft og manni lystir. Amazon hóf einnig nýlega að framleiða eigin þætti og gaf út fyrir stuttu lögfræðispennutryllinn Goliath með Billy Bob Thornton í aðalhlutverki.
Hægt er að prófa þjónustuna ókeypis í eina viku en fullt mánaðargjald eru €5.99. Þjónustan er þó á sérstöku kynningarverði með 50% afslætti af mánaðargjaldi fyrstu sex mánuðina eða €2.99 á mánuði.
Þjónustan virkar í helstu vöfrum, bæði iOS og Android spjaldtölvum og ýmsum sjónvörpum eins og frá Samsung.
Smelltu hér til að kynna þér málið betur.