Jólaglápið í ár Er SKAM
Jólaglápið í ár er vefþáttaröðin SKAM eða Skömm eins og þættirnir heita á íslensku. Þættirnir eru framleiddir af NRK og segja frá unglingum á sínu síðasta ári í grunnskólanum Hartvig Vissen í Ósló. Framleiðendur hafa nýtt sér samfélagsmiðla á nýstárlegan hátt við gerð þáttana en allar helstu persónur eru með bæði Facebook og Instagram aðgang sem hægt er eiga samskipti við. Þættirnir hafa slegið í gegn hjá bæði ungum sem öldnum og er meðal annars búið að kaupa réttinn til að endurgera þá í Bandaríkjunum.
Hægt að nálgast fyrstu þáttaröðina á ruv.is með íslenskum texta en allar þrjár eru aðgengilegar á skam.no með norskum undirtexta. Ekki láta það hræða þig enda dugar íslenska dönskukennslan fyrir flest af því sem talað er um! Á skam.no er einnig hægt að nálgast aukaefni eins og tónlistina sem spiluð er í þáttunum og fylgjast með Facebook samtölum milli persóna sem eiga sér stað milli þátta.
Skemmtið ykkur og hafið það gott yfir jólin!