Skilaðu myndlyklinum fyrir Apple TV

Nú geturðu skilað myndlyklinum og horft á sjónvarpið fyrir 0 kr. með Apple TV. Verslaðu Apple TV hjá Hringdu og fáðu þrjá frímánuði af ótakmörkuðu interneti í kaupbæti!*


Með Apple TV geturðu:

  • Horft og hlustað frítt á RÚV, RÚV 2, RÚV Frelsi, Rás 1, Rás 2, Rondó og KrakkaRÚV með RÚV appinu.

  • Horft á þúsundir þátta og kvikmynda með áskrift að Netflix, Amazon Prime Video og Hulu.

  • Sótt Stöð 2 appið og horft á allar opnu stöðvarnar á Íslandi frítt eða fengið þér áskrift (t.d. Stöð 2, Stöð 2 Maraþon, Hopster o.fl.) og horft á hana með appinu.

  • Verið með YouTube appið og haft aðgengi að milljónum myndbanda.

  • Sótt alls konar forrit og leiki!

 

SPURT & SVARAÐ

Er eitthvað mánaðargjald af Apple TV?
Ekki neitt! Þú kaupir tækið og borgar því ekkert mánaðargjald. Ef þú notar í dag myndlykil einungis fyrir RÚV Sjónvarp muntu spara þér að lágmarki 2.190 kr. á mánuði (26.280 kr. á ári) með því að skipta í Apple TV.

Þarf ég að eiga Apple tölvu eða síma til að geta notað Apple TV?
Nei. Apple TV virkar alveg sér á báti.

Get ég tengt Apple TV við hvaða sjónvarp sem er?
Ef sjónvarpið þitt er með HDMI tengi geturðu notað Apple TV. Ef sjónvarpið þitt virkar ekki með Apple TV geturðu skilað því innan 14 daga ásamt fylgihlutum og umbúðum og fengið endurgreitt.

Get ég notað Apple TV yfir þráðlaust net?
Já! Þú hefur val um að tengja Apple TV við þráðlaust net eða með netsnúru við netbeini.

Get ég fengið Sjónvarp Vodafone á Apple TV?
Já! Þú sækir bara Stöð 2 appið og hefur samband við Vodafone til að tengja áskriftina þína við appið. Þú getur líka notað appið til að horfa á opnu stöðvarnar án þess að vera áskrifandi.

Get ég leigt kvikmyndir eða þætti í gegnum Stöð 2 appið?
Nei, því miður er leigan (VOD) ekki enn í boði. Það mun vonandi breytast í framtíðinni!

Get ég notað Tímavélina og pantað frelsisefni í Stöð 2 appinu?
Já, bæði virkar.

Get ég fengið Sjónvarp Símans á Apple TV?
Nei, því miður hefur Síminn hefur ekki enn gefið út app með sinni sjónvarpsþjónustu. Það er hins vegar ekkert mál að vera með Sjónvarp Símans og taka net og síma á besta verðinu hjá Hringdu!

Get ég prófað Apple TV einhversstaðar?
Já, kíktu endilega í verslun okkar að Ármúla 27. Starfsmaður getur sýnt þér hvernig tækið virkar!

Er mikið mál að setja Apple TV upp?
Það finnst okkur ekki! Þú býrð til Apple ID (ef þú ert ekki með það nú þegar) og svo leiðir uppsetningarferlið þig í gegnum þetta. Ef þú ert viðskiptavinur og lendir í vandræðum heyrirðu bara í þjónustuverinu okkar. Við getum líka kíkt í heimsókn, þér að kostnaðarlausu.

Hversu mikið gagnamagn nota ég við að horfa á sjónvarp með Apple TV?
Það fer eftir myndgæðum. Netflix gefur út að ein klst í HD sé um 3 GB og í 4K séu það 7 GB. En þú þarft ekki að hafa áhyggjur af notkun með ótakmörkuðu neti frá Hringdu!

Hver eru myndgæðin á Apple TV?
Apple TV styður SD, HD og 4K.

*Aðgangsgjald (3.490 kr. / mán) er ekki innifalið.

Netspjall

Netspjallið er þægileg leið til að hafa samband við okkur.

LOKAÐ NÚNA

Netspjallið er opið:
Virka daga: 10:00 - 18:00

537 7000

Virka daga: 09:00 - 20:00
Laugardaga: 10:00 - 16:00
Sunnudaga: 12:00 - 16:00

Kíkja í heimsókn?

Verslun Hringdu, Ármúla 27. Verslunin er opin:
Virka daga: 10:00 - 18:00

Fyrirtækjaþjónusta

Símanúmer: 537 7070
Netfang: firma@hringdu.is

Hafa samband

Við viljum gjarnan aðstoða þig! Skildu eftir nafn og símanúmer og við höfum samband sem fyrst.