Breyting á Skilmálum Og rafrænum skilríkjum
Þann 1. apríl næstkomandi taka gildi tvær breytingar hjá Hringdu er snúa að rafrænum skilríkjum og skilmálum fyrir farsíma.
Roam Like Home skilmálabreyting
Bætt er við skilmála varðandi Roam Like Home en þjónustan er hugsuð fyrir einstaklinga búsetta á Íslandi. Viðskiptavinir munu áfram getað notað farsímann sinn í Skandinavíu án auka kostnaðar í 14 daga í hverjum mánuði svo fremi sem farsími viðskiptavinar skráist inn á dreifikerfi á Íslandi á 30 daga fresti.
Nýi skilmálinn er svohljóðandi:
Roam Like Home felur í sér að áskrifandi í ótakmarkaðri þjónustuleið á farsíma getur notað farsímann eins og á Íslandi í Skandinavíu, þ.e. Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð, án auka gjalds í 14 daga í senn á 30 daga tímabili. Skilyrði fyrir því að 14 dagarnir endurnýjast er að farsíminn skráist inn á dreifikerfi á Íslandi eftir hvert tímabil. Framangreind þjónustuleið er aðeins í boði fyrir áskrifendur sem eru með fasta búsetu á Íslandi.
Rafræn skilríki erlendis
Frá og með 1. apríl þarf að greiða fyrir notkun á rafrænum skilríkjum erlendis og mun gjaldskráin fylgja SMS verðskrá fyrir notkun erlendis. Hvert innskráning jafngildir þremur SMS-um. Rafræn skilríki verða áfram gjaldfrjáls innanlands.
On the 1st of April we are updating our mobile subscription terms for Roam Like Home and changing the price for using an Electronic ID while abroad.
Roam Like Home term
On the 1st of April we are adding a new term for our unlimited mobile subscription regarding Roam Like Home. In short the Roam Like Home service is only intended for individuals with a residence in Iceland. As before you can use your mobile phone in Scandinavia (Denmark, Norway, Finland and Sweden) for 14 days each month without any extra cost on a 30 day period. The 14 days will be reset on the condition that your phone registers to an Icelandic mobile network at the end of the 30 day period.
Electronic ID abroad
From the 1st of April the use of Electronic ID abroad will follow our SMS priceplan when roaming. Each sign-in is equivalent to 3 sent messages. Electronic ID will continue to be free of charge when used in Iceland.