Tilkynning vegna veirufaralds
Kæru viðskiptavinir,
Vegna veirufaralds höfum við ákveðið að frá og með föstudeginum 13. mars muni meirihluti starfsmanna vinna heiman frá sér. Starfsmenn í verslun og vettvangsþjónustu munu áfram mæta til vinnu í Ármúla 27 en við hvetjum fólk til að takmarka heimsóknir í verslun okkar sé þess kostur.
Hægt er að ganga frá öllum pöntunum og breytingum í síma, á netspjalli eða tölvupósti og fá búnað eins og router eða SIM kort með heimsendingu — án endurgjalds.
Breytingin er ótímabundin en við metum stöðuna daglega út frá yfirlýsingum og ráðleggingum yfirvalda.
Takk fyrir skilninginn.
Kveðja,
Starfsfólk Hringdu