Breyting á skuldfærslu kreditkorta
Kæri viðskiptavinur,
Í ágúst breytum við fyrirkomulagi skuldfærslna á kreditkortum. Hingað til hefur reikningur alltaf verið gefinn út í byrjun hvers mánaðar og skuldfærður á kreditkortið þitt 2. eða 3. virka dag næsta mánaðar.
Eftir breytinguna er reikningur áfram gefinn út í byrjun mánaðar en kortið þitt skuldfært þann 15. í sama mánuði (eða næsta virka degi, komi 15. á helgidegi).
Þetta þýðir að í ágúst verða tvær skuldfærslur frá Hringdu, önnur fyrir júlí mánuð (skuldfærð af korti 2. ágúst) og hin fyrir ágúst mánuð (skuldfærð af korti 15. ágúst).
Við vonumst til að breytingin valdi sem allra minnstu óþægindum. Ekki hika við að hafa samband á reikningar@hringdu.is ef spurningar vakna.