Suður- og Norðurbær í Hafnarfirði sjá ljósið
Í síðasta mánuði tengdi Gagnaveita Reykjavíkur heimili í Suður- og Norðurbæ Hafnarfjarðar við ljósleiðarann. Þessum heimilum býðst núna hraðasta internet á Íslandi eða allt að 1000 Mbit. Uppsetning á ljósleiðaraboxi kostar ekkert og fylgir henni engin skuldbinding.
Hér að neðan er listi yfir þær götur sem hafa verið tengdar. Ef þú sérð götuna þína geturðu kannað hvort þú eigir kost á ljósleiðara á hringdu.is og gengið frá pöntun í framhaldinu.
Tengdar götur
Birkihvammur, Bröttukinn, Fagrakinn, Fagrihvammur, Fjóluhvammur, Garðavegur, Grænakinn, Háihvammur, Hringbraut, Hraunbrún, Hraunkambur, Kaldakinn, Nönnustígur, Norðurbraut, Reykjavíkurvegur, Stekkjarhvammur, Skúlaskeið, Suðurgata, Suðurhvammur, Tunguvegur, Túnhvammur og Ölduslóð.