Aðgangsgjald Gagnaveitu Reykjavíkur
Gagnaveita Reykjavíkur og Hringdu hafa komist að samkomulagi um að aðgangsgjald ljósleiðarans verði framvegis innheimt af Hringdu. Breytingin tekur gildi 1. maí sem þýðir að næsti reikningur frá Hringdu (gefinn út í byrjun maí) mun innihalda aðgangsgjaldið.
Með þessari breytingu fækkar einnig reikningum úr tveimur í einn en við það sparast 114 kr. tilkynningar- og greiðslugjald.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á hringdu@hringdu.is eða heyra í þjónustuveri okkar í síma 537-7000.