Takk fyrir ánægjuna!
Hringdu hlaut efsta sæti meðal fjarskiptafyrirtækja bæði í mælingu tryggðar og ánægju viðskiptavina í Meðmælakönnun MMR fyrir árið 2019. Meðmælakönnunin nær til 135 fyrirtækja á Íslandi og hefur verið framkvæmd síðan 2014.
Niðurstöður sýndu að 86% viðskiptavina eru ánægð með þjónustuna og var Hringdu jafnframt í 11. sæti af 135 fyrirtækjunum í könnuninni.
Við erum himinlifandi með þessar niðurstöður og þökkum viðskiptavinum okkar kærlega fyrir allt traustið og ánægjuna!