Öflugara 4G Í Skagafirði
Í síðustu viku bættust við fimm nýjar 4G stöðvar á dreifikerfi Símans í Skagafirði en þær eru í Varmahlíð, Hegranesi, Hofsósi, Haganesvík og Steinsstöðum. Sendarnir eru á 1800 Mhz tíðni og styðja allt að 150 Mbit hraða.
Viðskiptavinir Hringdu eru á dreifikerfi Símans og njóta því góðs af þessari uppfærslu en 4G dreifikerfið nær nú til 95,5% landsmanna!