Styttur opnunartími vegna óvissuferðar
Í dag verður starfsemi fyrirtækisins með öðru sniði en stjórnendur taka við keflinu í þjónustuveri og verslun á meðan restin af fyrirtækinu fer í óvissuferð. Dagurinn verður því skemmtileg áskorun og þökkum við alla þolinmæði! Klukkan 18 munu svo allir starfsmenn hittast og fagna og því lokar þjónustuver 18 í stað 20. Fyrir neyðartilvik er hægt að senda okkur skilaboð á Facebook og munum við svara við fyrsta tækifæri.
Takk fyrir og góða helgi!