Roam Like Home í Evrópu
Þann 15. júní mun reglugerð Evrópusambandsins um Roam Like Home taka gildi en þá stórlækkar verð á farsímanotkun í EES löndum Evrópu. Við breytinguna færðu ótakmörkuð símtöl og SMS til allra landa innan EES og getur farið á netið með hluta af gagnamagni þínu án aukakostnaðar. Viðskiptavinir Hringdu hafa notið góðs af Roam Like Home í Skandinavíu síðan í nóvember 2016 og bætast nú 26 lönd við sem sjá má hér að neðan.
Þú þarft ekki að gera neitt til að virkja Roam Like Home heldur gerist það sjálfkrafa. Sama dag fellur Ferðapakkinn úr gildi í EES löndunum en hann verður áfram í boði í Bandaríkjunum og Kanada.
Kynntu þér helstu spurningar og svör um Roam Like Home með því að smella hér. Ef þú vilt skipta yfir í Hringdu geturðu klárað málið inn á hringdu.is/farsimi.
Roam Like Home gildir í þessum löndum:
Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Lichtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland.