Sérfræðingur að sunnan fyrir norðan
Við kynnum sérfræðing Hringdu fyrir norðan — Ara Björn Jónsson.
Ari er tæknimaður okkar á Akureyri en þar hefur hann starfað fyrir Hringdu síðan 2020. Hann leysir öll þessi hefðbundu síma-, net- og sjónvarpsvandamál fyrir viðskiptavini á Norðurlandi en elskar líka nýjar áskoranir. Skjótast út í Hrísey, bruna til Raufarhafnar eða mæla sér mót á Siglufirði — hann er til þjónustu reiðubúinn. Svo veit hann líka allt um hesta.
Ef þú ert með vandamál þá hringirðu og Ari mætir.
Vertu velkomin til Hringdu.