Tengir tekur við aðgangsgjaldi

Kæri viðskiptavinur,

Þann 1. febrúar mun Tengir taka við innheimtu á aðgangsgjaldi fyrir viðskiptavini sem tengjast ljósleiðaraneti Tengis. Þetta þýðir að netáskriftin okkar lækkar um 3.490 kr. frá og með febrúar mánuði. Breytingin mun að öðru leiti ekki hafa nein áhrif á þjónustu þína.

---

Hvenær lækkar reikningurinn hjá Hringdu?
Á febrúar reikningi sem er gefinn út í byrjun febrúar mánaðar.

Hvenær kemur fyrsti reikningur frá Tengi?
Fyrsti reikningurinn kemur í byrjun febrúar og er fyrir þeim mánuði.

Hefur þessi breyting einhver áhrif á netið mitt?
Ekki nein! Þú heldur sama hraða og þjónustu hjá okkur.

Hvað er aðgangsgjaldið hjá Tengi?
Aðgangsgjaldið er 3.350 kr. Við bætast 158 kr. þegar reikningur er sendur í heimabanka en 415 kr. með bréfpósti. Ef greitt er með kreditkorti leggst ekkert viðbótargjald á reikninginn. Reikningur mun sjálfkrafa verða sendur í heimabanka svo vinsamlegast hafðu samband við Tengi ef þú vilt breyta greiðsluleið.

Ég greiði nú þegar aðgangsgjald til Tengis, lækkar reikningurinn minn um 3.490 kr?
Reikningurinn lækkar einungis þegar núverandi áskriftargjald inniheldur aðgangsgjald. Hafðu samband ef þú ert ekki viss um hvort þú sért að greiða aðgangsgjaldið til okkar eða Tengis.

---

Ekki hika við að senda okkur línu á reikningar@hringdu.is hafirðu einhverjar spurningar!
 

Kveðja,
Hringdu

Netspjall

Netspjallið er þægileg leið til að hafa samband við okkur.

LOKAÐ NÚNA

Netspjallið er opið:
Virka daga: 10:00 - 18:00

537 7000

Virka daga: 09:00 - 20:00
Laugardaga: 10:00 - 16:00
Sunnudaga: 12:00 - 16:00

Kíkja í heimsókn?

Verslun Hringdu, Ármúla 27. Verslunin er opin:
Virka daga: 10:00 - 18:00

Fyrirtækjaþjónusta

Símanúmer: 537 7070
Netfang: firma@hringdu.is

Hafa samband

Við viljum gjarnan aðstoða þig! Skildu eftir nafn og símanúmer og við höfum samband sem fyrst.