Gjaldfrjáls símtöl til Úkraínu
Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að símtöl frá Íslandi til Úkraínu verði gjaldfrjáls til 31. mars og lengur ef þörf krefur. Breytingin er afturvirk frá 22. febrúar.
Uppfært: Símtöl verða áfram gjaldfrjáls út maí mánuð.