Verðbreytingar í maí
Þann 1. maí næstkomandi taka gildi verð- og þjónustuleiðabreytingar á interneti og farsíma. Þann 1. apríl taka gildi breytingar á aukaþjónustum í farsíma. Hér að neðan má lesa um breytingarnar.
Internet
Ýmsar breytingar verða á interneti. Flestir munu sjá lækkun en tvær leiðir hækka í verði um nokkrar krónur. Á maí reikningi breytum við einnig birtingu aðgangsgjalds. Það hefur hingað til verið sundurliðað á reikningi en mun framvegis vera hluti af áskriftarverði internets.
Helstu breytingar í interneti
- Flestar leiðir munu lækka í verði, frá 394 kr. til 1.494 kr. Tvær leiðir hækka í verði um 6 kr. og 11 kr.
- ADSL/Ljósnet/Ljósleiðari 15 GB hættir í sölu en viðskiptavinir haldast áfram í leiðinni þar til breytinga er óskað
- Ljósnet/Ljósleiðari 500 Mbit Ótakmarkað hættir í sölu og eru viðskiptavinir uppfærðir í 1000 Mbit á lægra verði
- Gömlu leiðunum Ljósleiðari 40 GB, Ljósleiðari 100 GB, Ljósnet 75 GB og Ljósnet 100 GB verður öllum breytt í nýja leið
- Leiga á router hækkar úr 790 kr. í 990 kr.
Smelltu hér til að sjá hvernig þín leið breytist.
Nýtt vöruframboð
Internet 50 GB: 6.000 kr.
Internet 50 Mbit Ótakmarkað: 7.000 kr.
Internet 100 Mbit Ótakmarkað: 8.000 kr.
Internet 1000 Mbit Ótakmarkað: 9.000 kr.
Öll verð eru með aðgangsgjaldi.
Farsími
Í apríl kynntum við nýja farsímaleið sem inniheldur 100 GB af neti í símann fyrir 1.990 kr. á mánuði. Leiðin er í boði fyrir alla sem eru með ótakmarkað internet fyrir allt að fjögur númer. Viðskiptavinir sem eru með ótakmarkað internet og farsímaáskrift með 5 GB af neti í símann eða meira voru sjálfkrafa færðir í þessa nýju leið 1. apríl. Heyrðu í okkur ef þú vilt breyta farsímaáskriftinni þinni eða færa netið yfir!
Helstu breytingar í farsíma
- Farsími Ótakmarkað + 5 GB, 15 GB og 25 GB hækka um 10 kr. meðan Farsími Ótakmarkað + 50 GB lækkar um 490 kr.
- Farsími Ótakmarkað (grunnáskriftin) og Farsími Ótakmarkað + 1 GB hætta í sölu en viðskiptavinir haldast áfram í þeim leiðum þar til breytinga er óskað
- Farsími 500 MB og Farsími 100 GB eru nýjar leiðir
Smelltu hér til að sjá hvernig þín leið breytist.
Nýtt vöruframboð
Farsími Ótakmarkað + 500 MB: 1.490 kr.
Farsími Ótakmarkað + 5 GB: 2.490 kr.
Farsími Ótakmarkað + 15 GB: 2.990 kr.
Farsími Ótakmarkað + 25 GB: 3.990 kr.
Farsími Ótakmarkað + 50 GB: 5.990 kr.
Farsími Ótakmarkað + 100 GB: 6.990 kr. (1.990 kr. fyrir viðskiptavini með ótakmarkað internet)
Aukaþjónustur
Breytingar sem taka gildi 1. apríl
- Umfram gagnamagn hefur verið rukkað þannig að hver byrjuð 100 MB kosta 350 kr. Núna er það hvert byrjað 1 GB á 990 kr.
- Ferðapakkinn hækkar úr 650 kr. í 990 kr. og í pakkann bætast við löndin Ísrael, Sviss, Tyrkland, Færeyjar, Grænland, Guadeloupe, Andorra og Gibraltar.