Skólanetið

Hvernig virkar díllinn?
Ef þú ert nemi býðst þér hraðasta internetið með ótakmörkuðu gagnamagni á langbesta verðinu. Að auki færðu sex mánaða bíópassa í Laugarásbíó sem inniheldur tvo miða í hverjum mánuði! Til að virkja dílinn þarftu að framvísa staðfestingu á skólavist (t.d. afrit af greiddum skólagjöldum eða skólaskírteini) fyrir 2019-2020 og vera skráður greiðandi að netinu. 

Hvað er innifalið í netinu?
1000 Mbit tenging með ótakmörkuðu gagnamagni á 7.500 kr. Þú getur notað þinn eigin router eða leigt af okkur fyrir 990 kr. á mánuði.

Hvað er innifalið í Bíópassanum og hvernig virkar hann?
-Tveir frímiðar á mánuði í Laugarásbíó í sex mánuði og er Bíópassanum framvísað í miðasölu.
-Ónotaðir miðar safnast ekki saman milli mánaða.
-Gildir ekki á 3D / íslenskar myndir

Hvað ef ég hætti með Skólanetið?
-Þá fellur Bíópassinn úr gildi.

Er Bíópassinn eingöngu fyrir nýja viðskiptavini?
Alls ekki! Ef þú ert nú þegar með Skólanetið geturðu líka fengið sex mánaða Bíópassa. Sendu okkur línu á sala@hringdu.is.

Hvernig panta ég?
Þú getur gengið frá pöntun á hringdu.is, hringt í þjónustuverið (5377000), sent okkur póst á hringdu@hringdu.is eða spjallað við okkur á netspjallinu. 

Er þetta í boði fyrir alla nema?
Díllinn er í boði fyrir alla námsmenn sem eru 18 ára og eldri.

Held ég besta verðinu á netinu yfir sumarið?
Jebb! Í byrjun haustannar 2020 þarftu síðan að framvísa staðfestingu á skólavist fyrir 2020-2021.

Hvað borga ég fyrir netið þegar ég hef lokið náminu?
Það fer eftir pakkanum sem þú velur en á meðan þú ert í skóla færðu besta verðið á hröðustu tengingunni! 

Ég er nú þegar hjá ykkur, er þetta í boði fyrir mig?
Já, svo lengi sem þú ert nemi!

Er einhver binding?
Neibb. Ef þú segir upp tekur uppsögn gildi um næstu mánaðarmót og við vonumst til að fá þig aftur!

 

Netspjall

Netspjallið er þægileg leið til að hafa samband við okkur.

LOKAÐ NÚNA

Netspjallið er opið:
Virka daga: 10:00 - 18:00

537 7000

Virka daga: 09:00 - 20:00
Laugardaga: 10:00 - 16:00
Sunnudaga: 12:00 - 16:00

Kíkja í heimsókn?

Verslun Hringdu, Ármúla 27. Verslunin er opin:
Virka daga: 09:00 - 18:00
Laugardaga: 12:00 - 16:00

Fyrirtækjaþjónusta

Símanúmer: 537 7070
Netfang: firma@hringdu.is

Hafa samband

Við viljum gjarnan aðstoða þig! Skildu eftir nafn og símanúmer og við höfum samband sem fyrst.

Við notum vefkökur

Hæ! Við notum vefkökur til að upplifun þín á hringdu.is verði sem best. Hér að neðan eru ítarlegar upplýsingar um þær vefkökur sem við notum og í hvaða tilgangi. Með því að smella á “Samþykkja” samþykkir þú notkun okkar á öllum vefkökum.

Hvað eru vefkökur?

Tæknilegar upplýsingar