Roam Like Home í Evrópu
Hvernig virkar Roam Like Home í Evrópu?
Með Roam Like Home geturðu notað farsímann þinn á ferðalagi í EES löndum Evrópu alveg eins og á Íslandi. Þú færð ótakmörkuð símtöl og skilaboð og getur farið á netið með hluta af gagnamagninu þínu án auka kostnaðar. Þegar gagnamagnið í Roam Like Home klárast borgarðu 0,33 kr. fyrir hvert MB sem er eftir í netáskriftinni þinni.
Í hvaða löndum er hægt að nota Roam Like Home?
Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Færeyjar, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Þýskaland.
Hversu mikið gagnamagn get ég notað í Roam Like Home?
Gagnamagnið sem fylgir þér í Evrópu (EES) ræðst af netáskriftinni sem þú kaupir og er hluti af heildargagnamagninu í netáskriftinni þinni.
Með 5 GB Netið í símann færðu 1 GB í Evrópu.
Með 20 GB Netið í símann færðu 8 GB í Evrópu.
Með 100 GB Netið í símann færðu 10 GB í Evrópu.
Feitletruðu tölurnar sýna gagnamagnið sem þú getur notað í Roam Like Home án auka kostnaðar. Þegar þú hefur klárað innifalið gagnamagn í Roam Like Home borgarðu 0,33 kr ofan á hvert MB sem er eftir í netáskriftinni. Þegar þú hefur klárað allt gagnamagnið í netáskriftinni borgarðu 990 kr. fyrir hvert byrjað GB eins og á Íslandi.
Sem dæmi ef þú ert með farsímaáskrift og 20 GB net í símann og hefur ekki notað neitt af netinu geturðu ferðast til Spánar og notað 8 GB af gagnamagni án þess að borga aukalega fyrir það. Þegar þú hefur klárað 8 GB borgarðu 0,33 kr. ofan á hvert MB sem er eftir í netáskriftinni þinni (12 GB). Þegar öll 20 GB hafa verið notuð borgarðu 990 kr. fyrir hvert byrjað GB eins og á Íslandi.
Hvað kostar að fara á netið þegar ég hef klárað gagnamagnið mitt í Roam Like Home?
Þá borgarðu 0,33 kr. ofan á hvert MB sem þú átt eftir í netáskriftinni. Þegar þú hefur klárað allt gagnamagnið í netáskriftinni borgarðu 990 kr. fyrir hvert byrjað GB líkt og þú gerir á Íslandi.
Dæmi: Þú ert með 20 GB netáskrift og færð 8 GB í Roam Like Home. Þú ferðast til Ítalíu og hefur þá ekki notað neitt gagnamagn í netáskriftinni þinni. Þegar þú hefur notað 8 GB á Ítalíu borgarðu 0,33 kr. ofan á hvert MB (338 kr. per GB) sem þú átt eftir í netáskriftinni. Þú átt 12 GB eftir þannig ef þú fullnýtir þau borgarðu fyrir það samtals 4.056 kr. kr. (12 x 338 kr.). Þegar þú hefur notað samtals 20 GB á Ítalíu borgarðu 990 kr. fyrir hvert byrjað GB líkt og þú gerir á Íslandi.
Hvað borga ég fyrir símtöl og SMS með Roam Like Home?
Þú færð ótakmörkuð símtöl og skilaboð innan allra og til allra EES landa í Roam Like Home. Með öðrum orðum borgarðu ekkert aukalega fyrir þessa notkun. Símtöl og SMS til landa utan EES (t.d. Kína) eru rukkuð samkvæmt gjaldskrá fyrir notkun erlendis.
Hvað kostar að hringja og senda SMS með Roam Like Home til Íslands?
Ekki neitt!
Hvað kostar að taka á móti símtali í Roam Like Home?
Ekki neitt!
Hvað kostar að hringja og senda SMS með Roam Like Home í íslenskt númer sem er á ferðalagi utan EES?
Það kostar þig ekkert en sá sem þú ert að hringja í þarf líklega að borga fyrir móttekið símtal þar sem hann/hún er ekki í EES landi.
Virkar Útlandapakkinn í Roam Like Home?
Nei. Hann á einungis við um símtöl frá Íslandi.
Hringi ég ótakmarkað til Evrópu, USA og Kanada þegar ég er í EES landi?
Þú færð ótakmörkuð símtöl frá Evrópu (þegar þú ert staddur í EES landi) til allra EES landa. Símtöl til annara landa eru ekki innifalin.
Hvað þarf ég að gera til að virkja Roam Like Home?
Ekki neitt! Allar farsímaáskriftir Hringdu fá sjálfkrafa Roam Like Home.
Er eitthvað þak á netnotkun í Roam Like Home?
Já. Þegar notkun á gagnamagni er komin í 7.000 kr. lokum við fyrir netið í símanum og sendum þér SMS. Þér býðst þá að opna fyrir netið með því að svara SMS-inu með kóðanum OPNA.
Get ég verið búsettur erlendis og notað Roam Like Home?
Roam Like Home er hugsað fyrir einstaklinga á ferðalagi sem eru búsettir á Íslandi. Sé farsímanotkun þín eða viðvera meiri erlendis en á Íslandi yfir fjögurra mánaða tímabil, áskiljum við okkur rétt til að bæta við álagi á notkunina með 14 daga fyrirvara. Við mælum annars eindregið með að vera með farsímaáskrift erlendis sértu búsettur annars staðar en á Íslandi þar sem innifalið gagnamagn nýtist betur.
Af hverju fæ ég ekki jafn mikið gagnamagn í Evrópu eins og á Íslandi?
Okkar markmið er að bjóða farsímaþjónustu á sem bestu kjörum. Verð til okkar á gagnamagni innanlands er mun lægra heldur en verð á gagnamagni í Evrópu. Því er farin sú leið að bjóða mikið gagnamagn innanlands á góðu verði en takmarka það sem í boði er í Evrópu. Hún er í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins um sanngjarna notkun og teljum við að hún nýtist sem flestum best.
- Internet
- Netbeinir
- Niðurhal & Upphal
- Opna port
- Apple TV
- Skólanetið
- 2.4 Ghz eða 5 Ghz
- Breyta greiðsluleið
- Farsími
- Rafræn skilríki
- Útlandapakki
- Ferðapakkinn
- Hringiþjónusta
- Internet & MMS stillingar
- Týndur eða stolinn farsími
- Roam Like Home í Evrópu
- Krakkaáskrift
- Farsími í Bandaríkjunum
- Ferðanet
- Ferðanet á sérkjörum
- Spurt & Svarað