Vafrakökur
Við notum vafrakökur til að safna upplýsingum svo hægt sé að bæta upplifun notenda af vefnum.
mobile
Ætlarðu til útlanda í sumar?
Nú er sá tími sem Íslendingar flykkjast til útlanda og því höfum við tekið saman nokkrar algengar spurningar og svör við þeim ásamt ýmsum ráðleggingum!
Ég er að ferðast innan EES landa / Bretlands, hvað er innifalið?
Þá ertu með ótakmörkuð símtöl & skilaboð innan landanna og til annara EES landa / Bretlands. Að auki ertu með hluta af gagnamagninu innifalið (mest 10 GB). Þegar gagnamagnið klárast greiðirðu 0.33 kr. per MB.
Ég er að ferðast utan EES landa / Bretlands, hvað stendur mér til boða?
Sé Ferðapakkinn í boði mælum við með honum. Ferðapakkinn virkar í Andorra, Bandaríkjunum, Gibraltar, Guadelope, Grænlandi, Ísrael, Kanada, Rússlandi, Sviss, Tyrklandi og Martinique. Hann virkar þannig að greitt er 990 kr. daggjald og innifalin eru 500 MB af neti og svo lægra verð á símtölum og skilaboðum (10 kr. per mín / 10 kr. per SMS). Þjónustuverið okkar getur skráð þig í Ferðapakkann eða þú getur sent skilaboðin REIKI á 5377000 til að virkja eða afvirkja pakkann. Smelltu hér til að lesa meira um Ferðapakkann.
Ég er að ferðast utan EES landa / Bretlands og Ferðapakkinn er ekki í boði, hverju mæliði með?
Þá eru allar líkur á að dýrt sé að nota símann erlendis. Hér eru nokkrir punktar:
1. Hafðu slökkt á data roaming (gagnareiki) fyrir brottför. Þannig kemst síminn ekki á netið erlendis, en þú getur auðvitað tengst WiFi.
2. Skaffaðu þér fyrirframgreiddu símkorti í heimalandinu til að nota netið.
3. Ef síminn þinn styður eSIM þá gæti borgað sig að kaupa netáskrift í gegnum aðila eins og https://esim.holafly.com/ / https://www.airalo.com / https://www.getnomad.app/
4. Sæktu Auðkennis appið til að nota rafræn skilríki í appi yfir WiFi. Þegar þú notar rafræn skilríki ertu að senda þrjú SMS sem getur reynst dýrkeypt í sumum löndum. Með appinu sendirðu ekkert SMS og kostar ekkert að nota það yfir WiFi. Þú virkjar appið á skráningarstöð Auðkennis í Katrínartúni 4.
Ég er á leiðinni til Bandaríkjanna, þarf að huga að einhverju?
Í Bandaríkjunum er búið að slökkva á 3G kerfinu sem þýðir að símtöl fara öll yfir 4G og kallast það VoLTE. Þú þarft að heyra í okkur og óska eftir því að við virkjum VoLTE á áskriftinni þinni svo þú getir hringt. Passaðu svo að kveikja á VoLTE í símanum þínum en flest nýrri símtæki styðja VoLTE. Í Bandaríkjunum mælum við svo með Ferðapakkanum!
Ég er að ferðast með börnin mín sem eru með krakkaáskrift, þarf ég að breyta einhverju?
Krakkaáskriftir virka fyrir símtöl og SMS erlendis en lokað er fyrir netið. Þú getur annað hvort hotspotað úr þínum síma svo börnin komist á netið eða beðið okkur um að breyta áskriftinni þeirra svo þau hafi netsamband erlendis.
---
Hér eru síðan nokkur atriði sem er gott að hafa í huga ef þú lendir í vandræðum með sambandið erlendis.
Fyrst! Ef eitthvað er að, þú kemst ekki á netið eða getur ekki hringt símtöl o.s.frv. skaltu byrja á að endurræsa símanum. Stundum er þetta svo einfalt. Ef það dugar ekki þá skaltu halda áfram að lesa:
Ég næ hvorki net- né símasambandi. Hvað get ég gert?
Símtækið er þá sennilega ekki tengt við neitt símkerfi. Endurræsing lagar það oftast en ef ekki þarf að leita handvirkt að símkerfum sem eru í boði. Þú færð lista af símkerfum í landinu en yfirleitt erum við með samning við 2-3. Prófaðu að tengjast við eitt í einu til að ná sambandi.
Ég er með símasamband (get hringt og sent SMS) en ekkert netsamband. Hvað á ég að gera?
Það eru yfirleitt þrír orsakavaldar:
1. Slökkt er á data roaming (gagnareiki). Prófa að kveikja á data roaming og endurræsa símann.
2. Fékkstu SMS um að áskriftin væri komin í þak fyrir netnotkun erlendis? Þá höfum við lokað fyrir netið í símanum vegna netkostnaðar erlendis. Ef þú ert í landi sem er utan EES / Bretlands og Ferðapakkinn ekki í boði mælum við gegn því að nota netið. Ef Ferðapakkinn er í boði mælum við með að virkja hann með því að senda kóðann REIKI á 5377000 og svo hækka netþakið þitt með því að senda skilaboðin OPNA á 5377000. Þá ættirðu að komast á netið!
3. Ef kveikt er á data roaming og áskriftin er ekki komin í netþakið þá gætirðu þurft að skipta um símkerfi eins og lýst er hér að ofan.
Ég er með síma- og netsamband en það er frekar lélegt, get ég lagað það?
Það er misjafnt. Í þéttbýli ætti sambandið yfirleitt að vera gott en í strjábýli gætirðu lent í lélegra sambandi, líkt og á Íslandi. Þar sem við erum yfirleitt með samning við nokkur símafyrirtæki úti geturðu prófað að flakka á milli símkerfa.
Ef ekkert af þessu virkar geturðu að sjálfsögðu heyrt í þjónustuverinu okkar í 537-7000 eða á hringdu@hringdu.is