Vafrakökur

Við notum vafrakökur til að safna upplýsingum svo hægt sé að bæta upplifun notenda af vefnum.

Ánægðustu viðskiptavinir í net- og símaþjónustu, sex ár í röð!

Samkvæmt Meðmælingu Maskínu 2019-2024.

Þú ert númer 1 í röðinni

Meðalbiðtími í þjónustuverinu er undir 60 sek

Engin falin gjöld eða smátt letur

Þú greiðir engin stofngjöld og við trúum ekki á bindingar

Það besta fyrir starfsfólkið

Starfsfólkið fær besta dílinn á ótakmörkuðu neti og síma fyrir allt heimilið

Létt að skipta

Við mætum á staðinn og sjáum til þess að allt virki eins og það á að virka – að kostnaðarlausu

Reiknaðu dæmið
og sláðu í gegn!

Settu saman pakka fyrir skrifstofuna og starfsfólkið á okkar bestu kjörum. Fyrsti mánuðurinn er alltaf frír og það eru engin stofngjöld, bindingar eða falin gjöld.

Hvernig tengingu má bjóða þér?

Létti

1000 Mb/s

Ljósleiðaratenging sem hentar flestum fyrirtækjum, stórum sem smáum. Ótakmarkað gagnamagn á besta verðinu.

14.990 kr. /mán

Þétti

1000 Mb/s

Ljósleiðaratenging sem hentar kröfuharðari fyrirtækjum sem þurfa mest. Ótakmarkað gagnamagn og hæsta þjónustustigið.

32.990 kr. /mán

Eigum við að sjá um þráðlausa netið?

Þráðlaus netumsjón inniheldur öflugan fyrirtækjarouter, sviss og þráðlausan netpunkt. Við mætum á staðinn, tengjum allt saman og tryggjum netsamband á allri skrifstofunni. Viltu frekar kaupa eða nota eigin netbúnað? Ekkert mál, við getum aðstoðað þig með það.

En síma fyrir starfsfólkið?

Ótakmörkuð símtöl & skilaboð á Íslandi og í Evrópu (EES + Bretland), ótakmarkað net og ótakmörkuð símtöl frá Íslandi til 40 landa.

1.990 kr. /mán

0

Hvað með heimanet fyrir starfsfólkið?

Ótakmarkað gagnamagn og 1000 Mb/s hraði.

8.500 kr. /mán

0

Er símkerfi á skrifstofunni?

Þú getur notað hefðbundinn borðsíma eða forrit í tölvunni. Segðu okkur bara hversu marga notendur þú þarft.

Verð frá: 2.590 kr. /mán

0

Viltu frekar fá ráðgjöf?

Spjöllum saman

Einhverjar spurningar?

Hvaða netbúnað bjóðið þið upp á?

Við bjóðum upp á netbúnað frá bæði Ubiquiti og Cisco, til kaups og leigu. Fyrir flest fyrirtæki er farið í Ubiquiti uppsetningar en fyrir þau kröfuhörðustu mælum við með netbúnað frá Cisco.

Hvaða símkerfi notið þið?

Við notum fyrst og fremst 3CX en það hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.

Er einhver stofnkostnaður?

Í langflestum tilfellum er enginn stofnkostnaður fyrir fyrirtæki. Öll uppsetning er innifalin ásamt því að tæknimaður sér um að nettengja tækin á vinnustaðnum. Við auðveldum síðan skiptin með því að hafa tengimánuðinn ókeypis svo fyrirtækið greiði ekki reikning hjá tveimur fjarskiptafyrirtækjum fyrsta mánuðinn.

Hvaða ljósleiðara notið þið?

Við notumst við ljósleiðara frá Ljósleiðaranum, Mílu & Tengi. Í einhverjum tilvikum notum við ljósleiðara yfir sveitanet sem fer þá í gegnum Mílu.

Megum við nota okkar eigin netbúnað?

Að sjálfsögðu. Að auki getum við veitt aðstoð og ráðgjöf með kaup á búnaði.