Vafrakökur

Við notum vafrakökur til að safna upplýsingum svo hægt sé að bæta upplifun notenda af vefnum.

Ótakmarkað gagnamagn fylgir öllum tengingum.

Þarftu hjálp? Spyrðu Internetið. Það hjálpar þér að setja saman pakka.

Veldu þinn hraða.

500 Mb/s

1 GB niðurhal á 16 sek

Sá sem dugar flestum. Ekkert mál að vafra um netið, hlusta á tónlist og streyma efni. Einfalt og ódýrt.

9.400 kr. /mán

1000 Mb/s

1 GB niðurhal á 8 sek

Vinsælasta leiðin og hinn sanni meðalvegur. Allir í fjölskyldunni geta notið efni samtímis og tölvuleikjaspilarar verða sáttir. 

10.400 kr. /mán

2500 Mb/s

1 GB niðurhal á 3 sek

Fyrir kröfuharða notendur sem vilja það allra besta. Fullkomið fyrir stórar fjölskyldur, tækninörda og einyrkja sem þurfa mikinn hraða. Kynntu þér málið í spurt & svarað.

12.000 kr. /mán

Má bjóða þér router með þessu?

Internetið kemur heim til þín í gegnum router. Ef þú átt svoleiðis – frábært! Ef ekki, geturðu leigt af okkur. Fyrir stærri heimili mælum við með router + Magnara. Magnarinn hjálpar til við að dreifa þráðlausu neti í öll horn heimilisins.

En síma?

Ódýrari farsímaáskrift með öllum nettengingum. Ótakmörkuð símtöl & skilaboð á Íslandi og í Evrópu (EES + Bretland), ótakmarkað net og ótakmörkuð símtöl frá Íslandi til 40 landa.

1.990 kr. /mán

0

Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum

Farsímaáskrift fyrir krakkana fylgir frítt með. Og við pössum upp á krílin: 2 GB gagnamagn, lokað fyrir símtöl í þjónustunúmer og til útlanda. Þak á netnotkun innanlands og lokað fyrir netið í útlöndum. Í boði fyrir 18 ára og yngri.

0 kr. /mán

0
\

Frelsið er yndislegt

Bættu við ferðanetinu: 4G/5G netþjónusta með ótakmörkuðu gagnamagni fyrir ferðalögin, snjalltækin og bústaðinn.

2.990 kr. /mán

0

.. en heima er samt best

Við viljum ekki heyra neinn tala illa um gamla góða heimasímann. Ótakmörkuð símtöl í farsíma og heimasíma og til 40 landa. Ókeypis fyrir 67+ þegar heimanetið er hjá Hringdu!

1.990 kr. /mán

Einhverjar spurningar?

Er þjónusta ykkar í boði um land allt?

Já! Ef hvorki ljósleiðari né hefðbundin koparlína er í boði getum við boðið þér 4G/5G heimanet.

Er mikið mál að skipta til ykkar?

Alls ekki! Í flestum tilvikum er hægt að tengjast samdægurs, sérstaklega ef þú ert nú þegar með net. Það er létt að tengja routerinn og þjónustuverið okkar er þrautþjálfað í að veita aðstoð. Passaðu bara að segja upp hjá gamla fyrirtækinu eftir skiptin :)

Bjóðið þið afslátt fyrir öryrkja & eldri borgara?

Já, báðir hópar fá 1000 kr. afslátt af ótakmörkuðu heimaneti og eldri borgarar (67+) fá einnig ókeypis áskrift að heimasíma.

Hver er biðtími eftir tengingu?

Það er misjafnt en í yfir helmingi tilvika er netið tengt samdægurs, þá er yfirleitt virk lína eða ljósleiðarabox til staðar. Þurfi að endurtengja línu, ljósleiðarabox eða fara í uppsetningu er biðtími yfirleitt á bilinu 2-5 virkir dagar. Sumarhús, nýtengd ljósleiðarasvæði og einstök svæði á landsbyggðinni gætu þurft að bíða í allt að 14 virka daga. Ef þú tekur farsímaþjónustuna í gegnum Hringdu færðu ótakmarkað net í símann og við mælum með að breyta símanum í hotspot þangað til heimanetið er tengt!

Hvaða farsímakerfi notið þið?

Við notum dreifikerfi Mílu/Símans sem styður 3G, 4G og 5G um land allt. Á ferðalagi erlendis ertu í góðu sambandi þar sem við förum í gegnum sömu reikisamninga og Síminn.