Vafrakökur

Við notum vafrakökur til að safna upplýsingum svo hægt sé að bæta upplifun notenda af vefnum.

internet

Niðurhal & upphal

Niðurhal eru öll gögn sem þú sækir af netinu — bæði innlend og erlend — og upphal eru öll gögn sem þú sendir á netið. Almennt séð sækjum við miklu meira af gögnum en við sendum frá okkur þó upphal sé alltaf að aukast. Gott dæmi um niðurhal er að horfa á sjónvarpsþátt á Netflix eða video á YouTube meðan dæmigert upphal væri að gera afrit af skrám inn á Dropbox eða senda Snapchat skilaboð.

Hér á landi er misjafnt hvernig fjarskiptafyrirtæki telja niðurhal/upphal eða gagnamagn eins og við köllum það. Hjá Hringdu höfum við lagt áherslu á að bjóða upp á internet með ótakmörkuðu gagnamagni sem merkir að þú getur sótt og sent gögn eins og þú vilt án þess að fá einhverja aukarukkun.