Opna port

Hér að neðan eru leiðbeiningar til að opna port á þeim netbeinum sem Hringdu leigir.

ATH: Við viljum vekja athygli á því að með því að opna port ertu að gera netbeininn viðkvæmari fyrir árásum sem gætu haft skaðleg áhrif. Allar breytingar sem þú framkvæmir á stillingum netbeinisins eru á eigin ábyrgð. 


Opna port á Kasda

Fyrsta skrefið er að finna MAC Addressu á þeirri tölvu sem á að hafa aðgang að opnu porti. Á Windows opnarðu Command Prompt, skrifar inn “ipconfig -all” (án gæsalappa) og ýtir á enter. MAC Addressuna finnur þú undir Physical Address á annað hvort þráðlausta eða venjulega netkortinu þínu. Á MacOS smellirðu á eplið upp í vinstra horninu, velur System Preferences og síðan Network. Ef þetta er þráðaust netkort smellirðu á Wi-Fi og síðan Advanced. Við það opnast nýr gluggi en neðst niðri stendur Wi-Fi Address sem er MAC addressan. Ef þetta er venjulegt netkort smellirðu á Ethernet vinstra megin og fylgir síðan sömu skrefum og fyrir þráðlausa netkortið nema í stað Wi-Fi Address ætti að standa Ethernet Address / Ethernet ID. Næsta skref er að tengjast inn á netbeininn.

Til að komast inn á netbeininn þarf að opna netvafra (Google Chrome, Firefox, Safari) og slá inn slóðina http://192.168.1.1Notendanafnið inn á netbeininn er admin og lykilorðið er líka admin. Í sumum tilvikum er lykilorðið adslroot. Ef að netbeinirinn býður þér upp á að fara í Quick Setup eða Advanced Setup skal velja Advanced Setup.

Þegar þú ert kominn inn á viðmótið þá er fyrsta skref að setja fasta IP tölu á tölvuna sem að þú ert að port forwarda á (Tölvan sem að hýsir þjóninn sem þú ert að reyna að koma upp eða er að spila leikinn). Veldu Advanced Setup vinstra megin og svo LAN. Neðarlega í viðmótinu er að finna tóma töflu sem heitir Static IP Lease List. Þar setur þú inn MAC Addressuna á tölvunni. Best er að setja IP tölu á bilinu 192.168.1.200 - 192.168.1.250. Þegar að þessu er lokið getur þú hafist handa að opna port á netbeininum. Undir Advanced Setup velur þú núna NAT og Virtual Servers. Þar inni smellir þú á Add.

Fyrst þarf að velja rétt Interface sem að er pppoe_vdsl.4/ppp0.1. Nokkrar reglur eru nú þegar á listanum en best er að velja Custom Service og merkja hana greinagóðu nafni svo þú vitir hvaða tilgangi þessi regla þjónaði þegar að þú bjóst hana til. Í Server IP Address seturu svo inn IP töluna sem þú valdir hér að ofan fyrir tölvuna þína. Taflan inniheldur svo portin sem þú vilt opna en nóg er að skrifa inn byrjunarportið í External Port Start og endaportið í External Port End ef þú vilt opna á röð af portum (T.d. ef þú vilt opna port 2020, 2021 og 2022 getur þú skrifað 2020 í External Port Start og 2022 í External Port End. Þá opnar það á bæði portin og öll port á milli). Ef þú vilt opna á eitt port skrifar þú sömu töluna í External Port Start og External Port End.

Passa skal að velja réttan Protocol fyrir þjónustuna. Ýmist er notað við TCP eða UDP en í einstaka tilfellum þarf að opna á bæði og er þá valið TCP/UDP. Svo er nóg að smella á Apply/Save til að vista breytinguna. Næst þarf að opna fyrir umferð í gegnum eldvegginn. Þá þarf að velja Security undir Advanced Setup. Undir Security er svo valið IP Filtering og undir því er valið Incoming. Þar er valið Add og undir Filter Name skal setja lýsandi nafn fyrir eldveggja regluna svo að þú vitir í framtíðinni hvaða tilgangi þessi regla þjónar og hvort nauðsynlegt sé að halda henni. IP Version skal ávallt vera IPv4. Protocol þarf að vera sá sami og var valinn í Virtual Server glugganum (TCP, UDP eða TCP/UDP). Ef þú veist IP töluna hjá þeim aðila sem að er að tengjast þér (Hægt er að láta viðkomandi fara inn á www.whatsmyip.org til þess að finna hana) er gott að setja hana inn í Source IP address til þess að auka öryggi. Ekki þarf að setja neitt inn í Source Port í flestum tilfellum. Destination IP address er svo IP talan sem að þú valdir hér að ofan fyrir tölvuna þína og í Destination Port er svo sett portið sem þú opnaðir á í Virtual server (ef þú þarft að opna á mörg port skrifar þú t.d. 2020:2022 í Destination Port). Neðst undir Wan Interfaces skaltu einungis hafa hakað við pppoe_vdsl.4/ppp0.1 og velja svo Apply/Save og eftir að það hefur verið vistað skal endurræsa netbeininum. Ef að þú hefur fylgt öllum leiðbeiningunum ætti núna að vera opið á portið hjá þér!


Opna port á TP-Link Archer C2

Fyrsta skrefið er að finna MAC Addressu á þeirri tölvu sem á að hafa aðgang að opnu porti. Á Windows opnarðu Command Prompt, skrifar inn “ipconfig -all” (án gæsalappa) og ýtir á enter. MAC Addressuna finnur þú undir Physical Address á annað hvort þráðlausta eða venjulega netkortinu þínu. Á MacOS smellirðu á eplið upp í vinstra horninu, velur System Preferences og síðan Network. Ef þetta er þráðaust netkort smellirðu á Wi-Fi og síðan Advanced. Við það opnast nýr gluggi en neðst niðri stendur Wi-Fi Address sem er MAC addressan. Ef þetta er venjulegt netkort smellirðu á Ethernet vinstra megin og fylgir síðan sömu skrefum og fyrir þráðlausa netkortið nema í stað Wi-Fi Address ætti að standa Ethernet Address / Ethernet ID. Næsta skref er að tengjast inn á netbeininn.

Til að komast inn á netbeininn þarf að opna netvafra (Google Chrome, Firefox, Safari eða Edge) og slá inn slóðina http://192.168.0.1

Notendanafnið inn á routerinn er admin og lykilorðið er líka admin. Þegar þú ert kominn inn á viðmótið er fyrsta skrefið að setja fasta IP tölu á tölvuna sem að þú ert að port forwarda á (Tölvan sem að hýsir þjóninn sem þú ert að reyna að koma upp eða er að spila leikinn). Í viðmótinu velurðu DHCP og undir því smellir þú á Address Reservation og Add New. Þar setur þú inn MAC Addressuna á tölvunni. Fyrir neðan í Reserved IP Address setur þú fasta IP tölu á tölvuna eða serverinn. Best er að setja IP tölu á bilinu 192.168.0.2 - 192.168.1.99. Í Status skal velja Enabled og smella á Save. Þegar að þessu er lokið getur þú hafist handa að opna port. Í valmyndinni vinstra megin velur þú Forwarding og undir því smellirðu á Virtual Servers og svo Add New. Í Service Port setur þú inn portið sem þú vilt opna á en ef þú vilt opna röð af portum getur þú skrifað t.d. 2020-2022 til þess að opna á port 2020, 2021 og 2022. Ef að Internal Port á að vera það sama þarf ekki að skrifa neitt í það.

Í IP Address setur þú sömu IP töluna og þú valdir hér að ofan. Í Protocol þarf að velja annaðhvort TCP eða UDP. Athugaðu hvorn staðalinn þjónustan sem þú ert að virkja notar. Status skal vera Enabled. Ekkert skal velja í Common Service Port. Svo smellir þú á Save og endurræsir routernum. Ef að þú hefur fylgt öllum leiðbeiningunum ætti núna að vera opið á portið hjá þér!

Netspjall

Netspjallið er þægileg leið til að hafa samband við okkur.

LOKAÐ NÚNA

Netspjallið er opið:
Virka daga: 10:00 - 18:00

537 7000

Virka daga: 09:00 - 20:00
Laugardaga: 10:00 - 16:00
Sunnudaga: 12:00 - 16:00

Kíkja í heimsókn?

Verslun Hringdu, Ármúla 27. Verslunin er opin:
Virka daga: 10:00 - 17:00

Fyrirtækjaþjónusta

Símanúmer: 537 7070
Netfang: firma@hringdu.is

Hafa samband

Við viljum gjarnan aðstoða þig! Skildu eftir nafn og símanúmer og við höfum samband sem fyrst.