Vafrakökur

Við notum vafrakökur til að safna upplýsingum svo hægt sé að bæta upplifun notenda af vefnum.

Ertu að fara til útlanda?

990 kr.

Við mælum með Ferðapakkanum til að lækka kostnað vegna farsímanotkunar erlendis. Daggjaldið er 990 kr. og innifalið í pakkanum er:

  • 500 MB af neti á dag

  • 10 kr / mín að hringja til Íslands og landa í pakkanum

  • 10 kr / mín að taka á móti símtali

  • 10 kr / SMS til Íslands og landa í pakkanum

  • 30 kr / per skipti að nota rafræn skilríki

Til að skrá þig í eða úr ferðapakkanum sendirðu skilaboðin REIKI í númerið 5377000.

Löndin í Ferðapakkanum

Albanía, Andorra, Argentína, Aserbaísjan, Ástralía, Bandaríkin, Bangladesh, Barein, Belarús, Brasilía, Ekvador, El Salvador, Gíbraltar, Grænland, Guadeloupe, Hong Kong, Indónesía, Ísrael, Kanada, Katar, Kína, Kúveit, Malasía, Marokkó, Martinique, Mexíkó, Níkaragúa, Nýja-Sjáland, Panama, Perú, Púerto Ríkó, Rússland, Sádí-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Serbía, Síle, Singapúr, Sri Lanka, Suður-Afríka, Svartfjallaland, Sviss, Taíland, Taívan & Tyrkland

Einhverjar spurningar?

Hvernig skrái ég mig í ferðapakkann?

Til að skrá þig í eða úr pakkanum sendirðu SMS með skilaboðunum REIKI í 5377000.

Hvað gerist ef ég klára gagnamagnið í ferðapakkanum?

Þegar gagnamagnið klárast bætast við önnur 500 MB fyrir 990 kr. og svo koll af kolli.

Ég verð lengi erlendis, er hægt að fá stærri pakka?

Við erum ekki með stærri pakka fyrir lengri ferðalög en styðji símtæki þitt eSIM mælum við með að skoða pakka frá fyrirtækjum eins og Holafly, Nomad eða Airalo. Ef eSIM er ekki valkostur ráðleggjum við þér að kaupa frelsiskort á áfangastað, þau eru oft fáanleg á flugvöllum erlendis.

Er eitthvað þak á notkun í ferðapakkanum?

Já, það er alltaf þak vegna notkunar á neti eða ferðapakka erlendis. Þakið miðast við 7.000 kr. og færðu SMS þegar þeim kostnaði hefur verið náð. Ef við höfum lokað fyrir netið geturðu hækkað þakið um aðrar 7.000 kr. með því að senda SMS með skilaboðunum OPNA í 537-7000. Eftir að þú hefur hækkað þakið gætirðu þurft að endurræsa símanum.

Hvernig er ferðapakkinn rukkaður?

Daggjald ferðapakkans rukkast um leið og einhver notkun hefur átt sér stað og endurnýjast pakkinn ávallt á miðnætti að íslenskum tíma.

ATH: Ferðapakkinn er eingöngu rukkaður í löndum þar sem hann er í boði og hefur því engin áhrif að vera skráður í pakkann þegar maður er staddur í öðrum löndum.