Vafrakökur

Við notum vafrakökur til að safna upplýsingum svo hægt sé að bæta upplifun notenda af vefnum.

Öryggisstefna

Upplýsingaöryggisstefna Hringdu  

 

  1. Tilgangur

Upplýsingaöryggisstefna Hringdu styður við samfelldan rekstur og þjónustu og lágmarkar þannig rekstaráhættu og hámarkar öryggi upplýsinga og verðmæta í eigu og umsjón fyrirtækisins.  

 

2.     Markmið

Hringdu veitir viðskiptavinum sínum örugga og trausta þjónustu með því að: 

  • Kappkosta að þjónusta sé ávallt aðgengileg fyrir viðskiptavini 

  • Hámarka öryggi upplýsinga og búnaðar í eigu og vörslu fyrirtækisins 

  • Búa starfsfólki og viðskiptavinum öruggt umhverfi og stuðla að aukinni vitund um upplýsingaöryggi 

  • Tryggja hlítingu við lög og reglur er varða meðhöndlun upplýsinga og samninga sem fyrirtækið hefur gert 

 

3.     Umfang

Stefnan gildir fyrir alla starfsemi Hringdu. Umfang stefnunnar nær þannig til alls starfsfólks, starfsstöðva, þjónustu, eigna, upplýsinga og búnaðar sem fyrirtækið hefur umsjón með eða felur öðrum að sjá um í sínu nafni og allra aðila sem veita fyrirtækinu þjónustu.  

 

4.     Framkvæmd og ábyrgð

Öryggisráð sér til þess að upplýsingaöryggisstefnunni sé framfylgt með því að setja markmið og reglur og tryggja viðeigandi ráðstafanir til að framfylgja þeim. Stefnan felur í sér skuldbindingu um stöðugar umbætur á stjórnun upplýsingaöryggis. Öryggisráð getur falið stjórnendum eftirfylgni með tilteknum ákvörðunum og verklagsreglum.

Allt starfólk og þjónustuaðilar eru skuldbundin til að vernda upplýsingar, gögn og kerfi gegn óheimilum aðgangi, notkun, breytingum, uppljóstrun, eyðileggingu, glötun eða flutningi. Aðilar sem brjóta gegn upplýsingaöryggisstefnu Hringdu eiga yfir höfði sér áminningu í starfi, uppsögn eða að beitt verði viðeigandi lagalegum ráðstöfunum allt eftir eðli og umfangi brots. 

 

5.     Endurskoðun

Endurskoða skal upplýsingaöryggisstefnu Hringdu á minnst þriggja ára fresti eða ef breytingar verða á skipulagi eða starfsemi fyrirtækisins. Stefnuna skal leggja fyrir og staðfesta í öryggisráði og undirrita af framkvæmdastjóra Hringdu. 

 

Reykjavík, 4. desember, 2023 

 

Játvarður Jökull Ingvarsson, 

framkvæmdastjóri